*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Erlent 9. maí 2017 22:27

Trump rekur yfirmann FBI

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur rekið forstjóra Alríkislögreglunnar, James Comey, úr embætti.

Ritstjórn

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna hefur rekið forstjóra Alríkislögreglunnar (FBI), James Comey, úr embætti, eftir að dómsmálaráðherra lagði til að hann yrði leystur af störfum. Frá þessu greindi Sean Spencer, talsmaður Hvíta hússins fyrir stundu. 

Comey var skipaður árið 2013 af þáverandi forseta Bandaríkjanna, Barack Obama. Ekki hefur verið greint frá ástæðu starfslokanna en í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir að nú þegar verði byrjað að leita að nýjum forstjóra. 

James Comey hefur að undanförnu sætt mikilli gagnrýni og sakaði Hillary Clinton hann m.a. um að hafa kostað sig forsetaembættið eftir að hann tilkynnti nokkrum dögum fyrir kosningarnar um að rannsóknir á tölvupóstum hennar yrði teknar upp aftur. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is