Forsetaframboð Donald Trump safnaði 165 milljónum dollara í júlí. Kosningasjóður forsetans fyrir komandi kosningar hefur nú numið meira en einum milljarði dollara í heildina. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, safnaði 140 milljónum dollara í júlí.

Biden leiðir Trump með 7 prósentu forskoti þegar innan við þrír mánuðir eru í forsetakosningarnar, samkvæmt meðaltali Real Clear Politics. Hann leiðir einnig í skoðanakönnunum í mikilvægum ríkjum líkt og  Florida og Michigan.

Kosningastofa Biden sagði í gær hún myndi verja 220 milljónum dollara í sjónvarpsauglýsingar fram að nóvemberkosningunum, samanborið við 145 milljóna dollara útgjalda hjá framboði Trump, að því er segir í frétt Financial Times .