Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur samþykkt boð um að funda með Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu að því er The Wall Street Journal greinir frá. Fundur milli mannanna tveggja myndi verða sá fyrsti sem sitjandi forseti á við leiðtoga Norður-Kóreu.

Fundurinn mun fara fram á næstu mánuðum en enn á eftir að ákveða staðsetningu hans.

Það þykir nokkuð óhefðbundið að leiðtogar tveggja ríkja setjist niður án þess að fjöldi undirbúningsfunda sé haldinn áður. Embættismenn segja þó réttlætanlegt að sitja fundinn þar sem Kim Jong Un sé eini maðurinn í landinu sem sé fær um að taka ákvarðanir og að Trump sé þekktur samningamaður.