*

föstudagur, 19. júlí 2019
Erlent 18. júlí 2018 11:48

Trump segist hafa mismælt sig

Donald Trump segist nú samþykkja þá niðurstöðu rannsakenda að Rússland hafi haft afskipti af forsetakosningunum 2016.

Ritstjórn
Donald Trump, forseti bandaríkjanna.
epa

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segist hafa mismælt sig á blaðamannafundi í kjölfar fundar hans með Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, á mánudaginn. Á fundinum sagðist hann ekki sjá neina ástæðu fyrir því að það hefðu verið Rússar sem höfðu afskipti af bandarísku forsetakosningunum í nóvember 2016, en viðskiptablaðið sagði frá viðbrögðum við ummælunum í gærkvöldi.

Nú segist hann hafa mismælt sig, og ætlað að segja að hann sæi enga ástæðu fyrir því að það hefðu ekki verið Rússar sem höfðu afskipti. „Ég samþykki niðurstöðu leyniþjónustunnar, að afskipti Rússa í kosningunum 2016 hafi átt sér stað. Gætu einnig verið aðrir. Margt fólk þarna úti.“ Hann svaraði þó ekki fréttamönnum þegar þeir spurðu hvort hann fordæmdi Pútín.

Trump vill þó meina að afskiptin hafi engin áhrif haft á kosningarnar, en hann sigraði Hillary Clinton naumlega.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is