*

föstudagur, 13. desember 2019
Erlent 12. september 2019 10:30

Trump setur toll í bið

Forseti Bandaríkjanna verður við bón Kína og frestar hækkun tolla á vörur fyrir 250 milljarða dollara.

Ritstjórn
Friður hefur ríkt í samskiptum Donalds Trumps og Xi Jinping eftir að þeir hittust í júní sl. á G20 fundi í Osaka.
epa

Donald Trump hefur ákveðið að seinka hækkun tolla fram til 15. október nk. og koma þannig til móts við stjórnvöld í Kína. Financial Times greinir frá þessu og segir að með aðgerðinni vilji Trump senda skilaboð um góðan vilja Bandaríkjanna áður en viðskiptaviðræður þjóðanna hefjast að nýju. 

Trump tilkynnti þetta í tvísti á Twitter í gærkvöldi þar sem hann sagði Liu He, sem fer fyrir samninganefnd Kína, hafi komið á mál við sig og beðið um frestinn. Upphaflega hafi hækkunin átt að taka gildi 1. október nk. en þá eigi kínverska Alþýðulýðveldið 70 ára afmæli. 

Frestunin kemur í kjölfar ákvörðunar kínverskra stjórnvalda í gær um að hætta við að tollsetja 16 bandarískar vörur eins og fyrirhugað var í lok þessa mánaðar. 

Finacial Times segir þetta vera fyrstu merki um þýðu í samskiptum þjóðanna frá því að slitnaði upp úr viðræðunum síðastliðinn maí.   

Stikkorð: Kína Trump Kína