Bæði Repúblikanar og Demókratar voru með forkosningar í nótt í Michigan og Mississippi ríkjum; Repúblikanar kusu einnig í Hawaii og Idaho.

Trump vann örygga sigra í Michigan, Mississippi og Hawaii og varð annar í Idaho þar sem Ted Cruz vann sigur. Cruz lenti í öðru sæti í Michigan og á Hawaii en John Kasich varð annar í Mississippi. Kvöldið var ekki gott fyrir Marco Rubio sem vann ekkert ríki og lenti ekki í öðru sæti í neinu.

Trump hefur nú samtals sigrað í 15 ríkjum, Cruz í sjö og Rubio í tveimur.

Clinton vann yfirburðasigur í forkosningum Demókrata í Mississippi þar sem hún fékk 83% atkvæða gegn Bernie Sanders sem fékk 17% atkvæða. Allt virtist einnig benda til þess að Clinton myndi sigra í Michigan í skoðanakönnunum síðustu vikur. Niðurstaða kosninganna var þó að Sanders fékk 49,9% atvkæða en Clinton fékk 48,2% atkvæða.

Clinton hefur nú sigrað í 13 ríkjum en Sanders í níu.