Donald Trump hefur sigrað forkosningar Repúblikana og formaður flokksins, Reince Priebus, hefur lýst því yfir að hann verði næsta forsetaefni repúblikana. Ted Cruz dró sig út úr baráttunni um tilnefningu flokksins, eftir yfirburðasigur Trumps í forkosningum flokksins í Indiana-ríki í gærkvöldi.

Yfirlýsing Priebusar er hvorki formleg né bindandi, en þykir engu að síður nánast ígildi staðfestingar þess, að Trump verði fulltrúi repúblikana í forsetakosningunum. John Kasich, ríkisstjóri í Ohio, hyggst engu að síður halda baráttunni áfram.

Bearnie Sanders heldur baráttu sinni um tilnefning Demókrataflokksins áfram en hann sigraði Hillary Clinton í forkosningu flokksins í Indinana-ríki í nótt. Þrátt fyrir það er ljóst að það er á brattann að sækja fyrir Sanders og telja sérfræðingar nánast tryggt að Clinton muni hljóta útnefninguna.