Donald Trump sitjandi Bandaríkjaforseta eru nú gefnar talsvert betri líkur en mótframbjóðanda hans, Joe Biden, á að sigra kosningarnar, samkvæmt veðmálastuðlum veðmálasíða vestanhafs.

Stuðullinn á Biden er nú frá 2,37 upp í 3, en suðullinn á Trump er á bilinu 1,3 og upp í 1,6. Þetta þýðir að fyrir hverja krónu sem veðjað er á Biden fást allt að 3 krónur, eða krónan sem lögð var undir plús tvær, ef hann sigrar, á meðan króna sem veðjað er á Trump skilar allt að 0,6 krónu hagnaði, hljóti hann endurkjör.