Viðskiptamógúllinn og forsetaframbjóðandinn Donald Trump segir að Fox News fréttastöðin sé ósanngjörn í sinn garð og að hann ætli ekki að koma fram á sjónvarpsstöðinni í fyrirsjáanlegri framtíð. Hann hefur undanfarið birt nokkur Twitter-skilaboð þar sem gagnrýnir Fox News stöðina. Á meðal því sem hann hefur lýst yfir er að honum þyki erfitt að horfa á Fox News, og að gestir hins vinsæla spjallþáttar O'Reilly Factor hafi verið mjög neikvæðir í garð Fox.

Í frétt CNN segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort Trump birtist í spjallþættinum Jimmy Kimmel Live annað kvöld, en þáttastjórnandinn Bill O'Reilly gaf það út fyrr í þessari viku. Trump hefur lengi lýst yfir andúð sinni á ákveðnum fréttamönnum Fox News, einkum fréttakonunni Megyn Kelly. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að gefa í skyn að Kelly hafi misst stjórn á skapi sínu í kappræðum frambjóðenda Repúblikana vegna þess að hún var á blæðingum.

Þess má geta í þessu samhengi að þátturinn Late Show með Stephen Colbert, sem sýndur er á CBS, hefur aldrei haft meira áhorf en þegar Donald Trump var til viðtals í þættinum í gærkvöldi. Miðað við þetta gæti sú ákvörðun Trump að koma ekki fram á Fox News kostað stöðina talsvert áhorf.