Fyrstu kappræður vegna forvals frambjóðanda Repúblíkanaflokksins til forseta Bandaríkjanna átti sér stað í Cleveland í Ohio fylki í gær. Það var Donald Trump, sem mælist með hæsta fylgi frambjóðanda, sem stal senunni. Trump fékk að tala þrisvar sinnum meira en nokkur annar og að venju leyfði sér að segja hlutina eins og hann hugsar þá.

Í kappræðunum útilokaði Trump ekki að hann myndi bjóða sig fram sem sjálfstætt til forsetakosninganna ef hann fengi ekki tilnefningu Repúblikana. Ef svo færi eru ágætis líkur á því að Trump myndi fá atkvæðin sem Repúblíkanar fengju annars og með því myndi fylgi Demókrataflokksins aukast. Á dögunum var greint frá því að Bill Clinton hefði hringt í Trump og kvatt hann til að bjóða sig fram. Því eru samsæriskenningar um það að Trump sé einungis í framboði til að hjálpa Hillary Clinton, óvíst er hvað hann fær þó út úr því.

Trump sagði margt til að valda usla í kappræðunum. Hann sagði meðal annars aðspurður einungis hafa kallað skemmtikraftin Rosie O'Donnell feitt svín og ógeðslegt dýr, og neitaði alfarið að hafa kallað aðrar konur ljótum nöfnum. Hann varði síðan orðalag sitt með því að segja að hvorki hann, né Bandaríkin, hefðu tíma til að vera "pólitískt rétt."

Þegar Chris Wallace fréttamaður Fox News spurði Trump hvað hann hefði fengið frá stjórnmálamönnum fyrir að styðja framboð þeirra sagði hann að Hillary Clinton hefði mætt í brúðkaupið sitt vegna þess að hún hefði ekki um annan kost að velja þar sem hann studdi svo vel við bakið á henni.

Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af Trump þar sem hann neitar því að hafa orðið gjaldþrota.