Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, tilkynnti í gær að hann væri að setja á laggirnar nýjan samfélagsmiðil sem ber heitið TRUTH Social til þess að „standa upp í hárinu á stóru tæknifyrirtækjunum“. Financial Times greinir frá.

Tilkynningin kemur í kjölfar nokkurra mánaða skeiða af vangaveltum um hvort Trump myndi stofna sitt eigið fjölmiðlafyrirtæki til að keppa við Twitter og Facebook ásamt því að undirbúa forsetaframboð fyrir árið 2024. Trump var bannaður á framangreindum samfélagsmiðlum í janúar síðastliðnum, stuttu í kjölfarið á áhlaupið á þinghúsið í Washington.

„Ég bjó til TRUTH Social og TMTG til að standa upp í hárinu á stóru tæknifyrirtækinu,“ segir Trump í tilkynningunni. „Við búum í heimi þar sem talíbanar hafa stóra á Twitter, en þaggað hefur verið í uppáhalds Bandaríkjaforsetanum ykkar. Þetta er óásættanlegt.“

Samfélagsmiðillinn verður stýrt af Trump Media & Technology  Group (TMTG) sem Trump hyggst fara með á markað í gegnum öfugan samruna við sérhæfa yfirtökufélagið Digital World Acquisition, stofnað af Patrick Orlando. Samningurinn verðmetur fyrirtækið á 875 milljónir dala, eða um 113 milljarða króna, með möguleikanum á að fara upp í 1,7 milljarða dala ef frammistöðutengd viðmið eru uppfyllt.

Digital World safnaði 293 milljónum dala í frumútboði í september. Ellefu vogunarsjóðir sem er stjórnað af þekktum bakjörlum Demókrataflokksins tóku þátt í útboðinu.

Búið er að opna fyrir forpöntun á TRUTH Social á App Store og fyrirhugað er að gefa smáforritið formlega út á næsta ári.