Verðandi forsetaefni Bandaríkjanna, Donald Trump sver af sér tengsl við stuðningsmenn úr hópum öfgamanna sem kenna sig við valkosti til hægri, eða alt right, en í hópnum eru nýnasistar, gyðingahatarar og fólk sem trúir á yfirburði hvíta mannsins.

„Ég fordæmi þá, ég sver þá af mér og ég fordæmi þá,“ sagði forsetinn tilvonandi í viðtali við New York Times og sagðist hann ekki vilja blása lífi í svona hópa.

Hail Trump

Birtust myndbönd eftir ráðstefnu slíkra hópa í Washington DC þr sem þeir fögnuðu meðan ræðumaður kallaði Hail Trump.

Í myndbandinu sagði Richard Spencer, leiðtogi í hópnum að Bandaríkin tilheyrðu hvítu fólki sem hann kallaði börn sólarinnar og kallaði gagnrýnendur sína „ógeðslegustu skepnur sem gengið hafa á jörðinni.“

Kallaði hann á einum tímapunkti „Hail Trump, hail our people, hail victory!“ sem vísar í nasistakveðju þýskra þjóðernissósíalista og mætti útleggjast sem heill Trump, heill sé okkar fólki, heill sé sigrinum.

Hafnar tengslum aðalráðgjafa við öfgahópa

Trump hefur búið við mikla gagnrýni vegna vals síns á Steve Bannon, fyrrum forstjóra Breitbart fréttastofunnar sem aðalráðgjafa, en síðan hefur verið gagnrýnd fyrir kynþáttastefnu af andstæðingum.

„Breitbart er bara útgáfa, sem sýnir fréttir“ sagði Trump í viðtalinu.

„Ef ég trúði því að hann væri rasisti eða alt right, eða eitthvað af þeim hugtökum sem hægt er að nota, þá myndi ég ekki einu sinni hugsa um að ráða hann.“