Nú þegar rúmir sex dagar eru til bandarísku forsetakosningarnar sem fara fram 8. nóvember, hefur Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana, náð forskoti á Hillary Clinton í könnun ABC og Washington Post.

Mjótt er á munum á milli frambjóðendanna tveggja, Hillary Clinton og Donald Trump, einungis 1 prósentustig. 46% kjósenda styðja Donald Trump en 45% styðja Hillary Clinton.

Þegar tölur yfir þá sem eru áfjáðir að kjósa almennt, þá reynist Trump enn vinsælli, en í þeim flokki hefur hann 8% forskot. Það virðist vera sem að fólk hafi misst áhugann á forsetaframboði Clinton, þar sem að fylgi hennar hefur hrunið á síðastliðnum dögum, þ.e. eftir að tölvupóstamál hennar var tekið aftur upp af bandarísku alríkislögreglunni (FBI).