Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt lögmanninn Christopher Wray sem nýjan yfirmann bandarísku alríkislögreglunnar.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Wray kemur að bandarískri stjórnsýslu en hann var aðstoðardómsmálaráðherra í ríkisstjórn George Bush frá 2003-2005.

Wray tekur við af James Comey sem Trump rak úr stöðu yfirmanns FBI fyrir rúmum mánuði síðan.