Bandaríkjaforsetinn Donald J. Trump, hefur tilnefnt Neil Gorsuch við hæstarétt Bandaríkjanna. Gorsuch tekur við sæti Anonin Scalia.

Gorsuch er 49 ára gamall við áfrýjunardómstól í Denver. Trump sagði við tilnefninguna í gær að Gorsuch væri gífurlega snjall, með mikinn aga og hefði unnið sér inn stuðning beggja stóru stjórnmálaflokkanna.

Sjálfur sagði Gorsuch að hann væri auðmjúkur vegna tilnefningarinnar. Gorsuch hefur numið lög við Columbia háskóla í New York, Harvard og er með doktorsgráðu úr Oxford-háskóla. Hann er „draumur hvers íhaldsmanns,“ segir í lýsingu á manninum í frétt BBC um málið. Hann er jafnframt yngsti aðilinn til að vera valinn sem hæstaréttardómari í ein aldarfjórðung og er hefðbundinn bandarískum íhaldsmaður, og ólíklegt væri að hann myndi fara að hrófla við stórum dómsmálum sem þegar hafa fallið, bæði varðandi hjónaband samkynhneigðra og fóstureyðingum.

Valið á Gorsuch gæti þýtt að nú hafa íhaldsmenn 5 af 9 hæstaréttardómurum sem gæti skipt sköpum í bandaríska stjórnkerfinu, þar sem mikið er um að stór mál fari fyrir dóm. Gorsuch er sagður mikill aðdáandi Scalia, sem var einn áhrifamesti íhaldsami dómari við réttinn, segir í frétt New York Times.

Að mati sérfræðings sem rætt er við í frétt NYTimes er Gorsuch aðili sem er vís til þess að fá staðfestingu frá þinginu, vegna bakgrunns hans.