Nú á dögunum gaf bresk rannsóknarnefnd út skýrslu þess efnis að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði að öllum líkindum verið valdur að dauða Alexander Litvinenko í London. Í 327 blaðsíðna skýrslu var vikið að því að Litvinenko, sem var fyrrverandi útsendari leyniþjónustu ríkisins, hefði verið myrtur af útsendurunum Andrey Lugovoy og Dmitri Kovtun undir skipunum Pútíns. Litvinenko lést úr geislaeitrun.

Donald Trump, forsetaframbjóðandi fyrir Repúblikanaflokkinn í Bandaríkjunum, hefur nú látið þau ummæli falla að engin sönnunargögn lægju fyrir varðandi þetta meinta morð Pútíns á Litvinenko. Sér til rökstuðnings minntist hann á að „þeir [heimspressan] segðu ótal margt um mig, sem er að sama leyti ósatt. Hefur hann verið fundinn sekur fyrir morðið? Ég held ekki.”

Þá hefur Pútin hrósað Trump í hástert fyrir að vera „algjör leiðtogi”, en Trump segir vilyrði Pútíns ekki móta skoðanir sínar á forsetanum Rússneska. „Svo við séum heiðarleg gagnvart Pútín - og ég er ekki að segja þetta bara vegna þess að hann kallaði mig ‘eldkláran og frábæran leiðtoga’ - heldur er staðreyndin sú að hann hefur ekki verið sakfelldur fyrir þessar ásakanir. Sumir halda að hann hafi átt engan þátt í þessu morði.”