Donald Trump, núverandi forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að forsetakosningunum vestan hafs verði frestað til þess að gefa fólki tækifæri til að kjósa á öruggan máta. Kosningarnar eiga að fara fram 3. nóvember næstkomandi og er Joe Biden talinn sigurstranglegastur.

Trump tilkynnti hugmynd sína á Twitter fyrr í dag. Yfirvöld í Bandaríkjunum sjá fram á að leyfa fólki að taka þátt í kosningunum í gegnum bréfpóst en Trump telur að slíkt fyrirkomulag myndi leiða til ónákvæmra og óáreiðanlegra niðurstaðna. BCC segir frá.

Um helmingur allra ríkja í Bandaríkjunum heimila Bandaríkjamönnum að kjósa með pósti.

Fyrir tveimur dögum ákvað Twitter að banna syni Trumps, Donald Trump yngri, að tísta í sólarhring. Samfélagsmiðilinn sagði ástæðuna vera sökum þess að hann bryti á reglum samfélagsmiðilsins hvað varðar rangfærslur og villandi upplýsingar er hann tjáði sig um ábata af notkun malaríulyfs vegna kórónufaraldursins.