*

mánudagur, 25. janúar 2021
Erlent 30. júlí 2020 13:40

Trump vill fresta forsetakosningunum

Donald Trump telur að best sé að fresta forsetakosningunum í Bandaríkjunum sökum heimsfaraldursins.

Ritstjórn
Donald J. Trump Bandaríkjaforseti.
epa

Donald Trump, núverandi forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að forsetakosningunum vestan hafs verði frestað til þess að gefa fólki tækifæri til að kjósa á öruggan máta. Kosningarnar eiga að fara fram 3. nóvember næstkomandi og er Joe Biden talinn sigurstranglegastur.

Trump tilkynnti hugmynd sína á Twitter fyrr í dag. Yfirvöld í Bandaríkjunum sjá fram á að leyfa fólki að taka þátt í kosningunum í gegnum bréfpóst en Trump telur að slíkt fyrirkomulag myndi leiða til ónákvæmra og óáreiðanlegra niðurstaðna. BCC segir frá.

Um helmingur allra ríkja í Bandaríkjunum heimila Bandaríkjamönnum að kjósa með pósti.

Fyrir tveimur dögum ákvað Twitter að banna syni Trumps, Donald Trump yngri, að tísta í sólarhring. Samfélagsmiðilinn sagði ástæðuna vera sökum þess að hann bryti á reglum samfélagsmiðilsins hvað varðar rangfærslur og villandi upplýsingar er hann tjáði sig um ábata af notkun malaríulyfs vegna kórónufaraldursins.