Donald Trump, forsetaframbjóðandi bandaríska Repúblikanaflokksins, segist nú vilja hækka skatta á efnafólk í Bandaríkjunum ef hann verður forseti þjóðarinnar. Auk þess segist hann styðja hækkun lágmarkslauna. Þetta kemur fram í frétt CNN um málið.

Skoðanir Trump virðast hafa breyst milli þess sem hann var í framboði til tilnefningar Repúblikana og nú þegar hann hefur hlotið tilnefninguna sjálfa. Áður hefur hann talað fyrir lækkun skatta til þess að halda fyrirtækjunum í Bandaríkjunum og gegn hækkun lágmarkslauna.

Trump segist vera tilbúinn að greiða meiri skatta sjálfur. „Ég er reiðubúinn að greiða meira,” sagði hann í viðtali. „Og veistu hvað? Efnafólk er tilbúið að greiða meiri skatta.” Hann sagðist þá einnig ekki vita hvernig hægt væri að lifa á fimmtán Bandaríkjadölum á tímann.