Ríkisstjórn Trump hefur boðað nýja tolla á vörur frá Kína og að núverandi tollar verði hækkaðir. Samhliða hafa væntingar markaðarins um að viðskiptasamningur milli þjóðanna verði undirritaður á næstunni orðið að engu, að því er Financial Times greinir frá.

Hagsmunasamtök atvinnulífsins vestra hafa tekið illa í ákvörðun Trumps. US Council for International Business, sem talar fyrir hönd stærstu alþjóðlegra fyrirtæki Bandaríkjanna, gaf út yfirlýsingu þar sem áformin voru harðlega gagnrýnd.

“Þegar Bandaríkin og Kína berjast, vinnur enginn, eins og glötuð tækifæri og vandræði síðastliðið ár staðafesta,” hefur FT eftir Peter Robinson, framkvæmdastjóra samtakanna. Hann reiknar með að Kína svari á sama veg og valda bandarískum fyrirtækjum í útflutningi miklum skaða.