Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt á vef sínum trúnaðaryfirlýsingar vegna sérfræðinga sem vinna að losun fjármagnshafta auk þagnarheits sem þingmenn í samráðsnefnd þingflokka hafa ritað undir.

„Sérfræðingar innan og utan fjármála- og efnahagsráðuneytis sem taka þátt í vinnu vegna losunar fjármagnshafta, eru bundnir af innherjareglum ráðuneytisins, en reglurnar voru staðfestar 7. október 2014 og tóku gildi 1. nóvember 2014. Sérfræðingar í haftahópi hafa auk þess undirritað sérstaka trúnaðaryfirlýsingu og þingmenn í samráðsnefnd þingflokka um afnám fjármagnshafta hafa ritað undir þagnarheit. Reglurnar og yfirlýsingarnar eru meðfylgjandi,“ segir í tilkynningu á vef ráðuneytisins.

Reglur um meðferð innherjaupplýsinga í fjármála- og efnahagsráðuneyti .

Trúnaðaryfirlýsingar vegna sérfræðinga sem vinna að losun fjármagnshafta .

Þagnarheit samráðsnefndar þingmanna .