Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir að trúverðugleiki fulltrúadeildar þingsins og alheimssamfélagsins sé í húfi vegna viðbragða við efnavopnanotkun Sameinuðu þjóðanna.

Obama tjáði sig um málefni Sýrlands í Svíþjóð i morgun. Hann er þessa dagana að reyna að afla stuðnings við hernaðaríhlutun í Sýrlandi. Fulltrúadeildin mun greiða atkvæði í næstu viku um hvort ráðast eigi í hernað eða ekki.

Obama mun funda með forsætisráðherrum allra Norðurlandanna í kvöld, þar á meðal Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.