„Trúverðugleiki stjórnenda er að mínu mati mikilvægasti einstaki mælikvarðinn í könnuninni,“ segir Bogi Þór Siguroddsson, eigandi Johan Rönning. Fyrirtækið var á dögunum valið fyrir­tæki ársins í vinnumarkaðskönnun VR í hópi stærri fyrirtækja þar sem starfsmenn eru að lágmarki fimmtíu. Þetta er annað árið í röð sem Johann Rönning hlýtur verðlaunin.

„Verðlaun sem þessi eru fyrst og fremst starfsfólksins en eru jafn­ framt mikil viðurkenning til stjórn­ enda og mikill heiður fyrir okkur eigendur,“ segir í Bogi í samtali við Viðskiptablaðið. Hann bendir á að þegar vinnumarkaðskönnun VR var hleypt af stokkunum hafi hann verið nýbyrjaður að vinna hjá Húsasmiðjunni. Hann varð strax mjög spenntur fyrir henni og telur að hún hafi haft mikil áhrif á mannauðsmálaflokkinn og stjórn­un á þeim 16 árum sem hún hefur verið framkvæmd.

„Ég er eindregið þeirrar skoðunar að starfsánægja hafi bein áhrif á árangur í starfi sem aftur hafur bein áhrif á árangur fyr­irtækja þegar til lengri tíma er litið.“

Þú talar um hugmyndafræði og önn­ur fræði sem snúa að rekstri fyrir­tækja. Það hlýtur samt að vera eitt að læra um slík fræði í bókum og annað að koma þeim í verk?

„Það er alveg rétt.Það kostar vinnu að vera trúverð­ugur stjórnandi og skapa starfs­ fólki góð skilyrði,“ segir Bogi. „Traust og trúverðugleiki er algjört grundvallaratriði. Þannig er hægt að koma fræðunum í verk svo að spurningu þinni sé svarað. Í öllum mannlegum samskiptum, ekki síst í stjórnunarstörfum, er mikilvægt að segja það sem þarf að segja, jafnvel þó það sé óþægi­ legt, og standa síðan við það þeg­ ar á reynir. Það er mín reynsla að starfsfólk vill fá að vita hver staða fyrirtækisins er á hverjum tíma; bæði góðar og einnig verri fréttir. Ánægt starfsfólk er meðal mestu verðmæta fyrirtækja og það er því stór þáttur í starfi stjórnenda að sinna starfsfólki sínu vel. Það kost­ar vinnu og fjárfestingu en sú fjár­festing skilar sér.“

Bogi er í ítarlegu viðtali við Viðskiptablaðið. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .