Trúverðugleiki um að höftin verði losuð í framtíðinni hefur aukist og draga má þá ályktun að ákvörðun um inngöngu í Evrópusambandið með upptöku evru feli í sér heppilegra umhverfi til losunar hafta. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu KPMG sem gefin var út í samstarfi við Alþýðusamband Íslands, Félag atvinnurekenda, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands um losun hafta samhliða upptöku evru.

KPMG vann nýja sviðsmyndagreiningu sem leiddi í ljós að hrað- ara losunarferli hefði í för með sér auknar sveiflur í efnahagslífinu, sem orsakast að stórum hluta af þróun krónunnar. KPMG vann sviðsmyndagreiningu árið 2014 og er niðurstaða nýju skýrslunnar í samræmi við þá fyrri. Samanburður þessara greininga leið- ir hins vegar í ljós að sveiflurnar yrðu vægari og síður öfgafullar í umhverfi þar sem unnið er að upptöku evru, segir í skýrslunni. Þannig verði umhverfið stöðugra vegna minni sveiflna í þróun krónunnar, minni verðbólgu og stöð- ugra vaxtastigs.

Nánar er fjallað um málið í nýasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem nálagast má hér.