Tryggingafélög hafa fallið í verði undanfarna daga um allan heim. Talið er að kostnaður tryggingafélaga vegna eyðileggingarinnar í Japan geti numið allt að 35 milljörðum dollara, rúmlega 4.000 milljörðum króna, samkvæmt fréttum BBC í kvöld.

Óvissan um hver kostnaðurinn verður að lokum er þó enn mikil, ekki síst vegna óvissunnar um kjarnorkuver í landinu og orkuframleiðslu fyrir landið.

Í morgun féll Munich Re niður m 3,4% og Allianz um 2,9%. London féll Avivia niður um 3,1% og í París féll Axa um 3,3%. Bandaríski tryggingarisin AIG lækkaði síðan einnig, um 1,3%.