*

sunnudagur, 16. febrúar 2020
Innlent 27. mars 2018 16:34

Tryggingafélög hækka mest

Gengi Sjóvá og TM hækkaði mest í kauphöllinni í dag, en VÍS var ekki langt á undan. Tvö fasteignafélög lækkuðu svo mest.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,68% í 1,8 milljarða viðskiptum dagsins og stendur hún nú í 1.770,83 stigum. Aðalvísitala Skuldabréfa hækkaði einnig, eða um 0,06% upp í 1.373,37 stig í 1,7 milljarða viðskiptum.

Mest hækkun var á gengi bréfa Sjává-Almennra trygginga, en gengi bréfa tryggingafélagsins hækkuðu um 1,75%, upp í 17,40 krónur, í 224 milljóna viðskiptum í dag. Næst mest hækkun var á gengi bréfa TM, sem hækkuðu um 1,43% í þó ekki nema 37 milljóna viðskiptum. Fæst hvert bréf tryggingafélagsins nú á 35,50 krónur.

Hækkun þriðja tryggingafélagsins, VÍS var sú fjórða mesta í kauphöllinni í dag, eða um 0,86% í 136 milljón króna viðskiptum og fóru bréfin í 12,97 krónur. Í þriðja sæti var hins vegar Icelandair með 1,37% hækkun í 193 milljóna viðskiptum og er gengi bréfa flugfélagsins nú í 14,80 krónum.

Þrjú félög lækkuðu í virði

Einungis þrjú félög lækkuðu í virði í kauphöllinni í dag, það er Skeljungur, sem lækkaði mest, eða um 1,69% í 129 milljón króna viðskiptum og er gengi bréfanna nú 6,41 króna.

Fasteignafélögin Eik og Reitir lækkuðu næst og þriðja mest, en Eik í mjög litlum viðskiptum. Lækkun Reita nam 0,20% í 276 milljón króna viðskiptum. Fæst bréf Eikar nú á 9,87 krónur en Reita á 24,95 krónur.

Mest viðskipti voru svo með gengi bréfa Marel, eða fyrir 344 milljónir og hækkuðu bréfin um 10,8% upp í 373,00 krónur.