Heildareignir tryggingarfélaganna námu 155 milljörðum króna í lok ágúst og hækkuðu um 92 milljónir milli mánaða.

Frá ágúst 2007 hafa heildareignir lækkað um 23 milljarða króna eða um 13%.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans.

Þar kemur fram að eigin vátryggingaskuld minnkaði milli mánaða um 308 milljónir króna og nam 72 milljörðum króna í lok ágúst.

Eigið fé tryggingarfélaga stóð í 52,9 milljörðum króna í lok ágúst og hefur aukist um 326 milljónir króna milli mánaða.