Hagnaður íslensku tryggingafélaganna var sex milljörðum króna lægri í fyrra en árið á undan samkvæmt tölum sem Samtök fjármálafyrirtækja hafa tekið saman.

Tryggingafélögin skiluðu13,5 milljarða króna hagnaði eftir skatta árið 2007 en 19,5 milljarða króna hagnaði 2006. Fjárfestingatekjur tryggingafélaganna í fyrra mynduðu um 70% af hagnaði, sem er þó umtalsverður samdráttur ef litið er aftur til tekjuþróunar frá 2005.

Frá þeim tíma hefur hagnaður af tryggingum aukist, en minnkandi tekjur af fjárfestingastarfsemi valda minni hagnaði frá umræddu tímabili.