Gengi bréfa í tryggingafélögunum tveimur, VÍS og TM, hækkuðu bæði í dag. Bréf í TM hækkuðu um 2,35% og nam veltan 271 milljón króna. Gengi bréfa í VÍS hækkaði um  2,59 og nam veltan 136 milljónum króna.

Reyndar hækkaði gengi bréfa í Össurri mest eða um 5,03 prósent, en einungis fimmtán milljóna króna sala var að baki þeim viðskiptum.

Þrjú fyrirtæki lækkuðu. Það voru Hagar, Eimskip og Marel. Þar af lækkaði Marel mest, eða um 1,86 prósent í 155 milljóna króna viðskiptum.