Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,25% í viðskiptum dagsins og fór hún upp í 1.759,50 stig. Markaðsvísitala Gamma hækkaði um 0,06% í 4,7 milljarða viðskiptum í dag, og stendur hún nú í 165,736 stigum, en hún skiptist í skuldabréfavísitölu, vísitölu fyrirtækjaskuldabréfa og hlutabréfavísitölu Gamma. Sú síðastnefnda hækkaði um 0,10% í 1,2 milljarða veltu og fór hún í 426,124 stig.

Það félag sem hækkaði mest í viðskiptum í kauphöllinni í dag var Icelandair með 1,11% hækkun í 162 milljóna viðskiptum og er gengi bréfa félagsins nú 14,59 stig. Þar á eftir kom Skeljungur en þó í litlum viðskiptum og loks hækkaði Reginn í 404 milljóna viðskiptum sem eru jafnframt þau mestu með eitt félag sem voru í kauphöllinni í dag.Hækkaði gengi bréfanna um 0,41% og fór það upp í 24,35 krónur .

Mest lækkun var hins vegar á gengi bréfa VÍS, eða um 2,04% í 86 milljóna viðskiptum og fóru bréfin niður í 12,96 krónur. Næst mest var lækkun bréfa TM, eða um 1,66% í 21 milljón króna viðskiptum og eru bréfin nú verðlögð á 35,60 krónur.

Í þriðja sæti kemur svo þriðja tryggingafélagið, Sjóvá Almennar sem lækkaði um 1,43% i 24 milljóna viðskiptum og er lokagengi bréfa félagsins 17,25 krónur.