Ýmislegt bendir til að stóru íslensku tryggingafélögin þrjú verði öll skráð á markað innan tíðar. TM hefur þegar hafið skráningarferlið og stjórnendur Sjóvá tilkynntu á ársfundi 2012 að félagið stefndi á markað.

Meiri óvissa er með stærsta tryggingafélagið, VÍS, sem nú er til sölu. Stjórnendur VÍS hafa ekki endanlega ákveðið hvaða háttur verður hafður á sölunni en litið er til skráningar í Kauphöllina. Þá má nefna að fjórða tryggingafélagið, Vörður, er í eigu BankNordik sem er á hlutabréfamarkaði.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.