Gengi hlutabréfa VÍS hefur hækkað um 3,07% það sem af er degi og gengi bréfa Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) hefur hækkað um 3,03%. Þetta eru mestu gengishækkanir dagsins í Kauphöllinni. Gengi þeirra er þó nokkuð undir því þegar það reis sem hæst. Talsverð viðskipti eru á bak við þróunina. Velta með hlutabréf TM nemur 267 milljónum króna og VÍS 134 milljónum króna.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa bréfa stoðtækjaframleiðandans Össurar um 2,37%, fasteignafélagsins Regins um 1,43% og gengi bréfa Icelandair Group um 0,7%.

Á móti lækkaði gengi bréfa Marel um 1,86%, Eimskips um 1,04% og Haga um 0,44%.