Vátryggingafélag Íslands (VÍS), Tryggingamiðstöðin (TM) og Sjóvá högnuðust samtals um 4.785 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Hagnaður félaganna var ríflega tvöfalt hærri en á sama tímabili í fyrra þegar félögin högnuðust samtals um 2.121 milljónir.

VÍS hagnaðist um 917 milljónir á öðrum ársfjórðungi og samsett hlutfall var 84,2% á tímabilinu. Á fyrri hluta ársins hagnaðist félagið um 1.107 milljónir og samsett hlutfall var 95,4%.

TM hagnaðist um 909 milljónir á öðrum ársfjórðungi og samsett hlutfall tímabilsins var 106%. Á fyrri hluta ársins nam hagnaður félagsins 1.875 milljónum króna og samsett hlutfall var 106%.

Hagnaður Sjóvár nam 702 milljónum á öðrum ársfjórungi og samsett hlutfall var 100,3% á ársfjórðungnum. Á fyrstu sex mánuðum ársins hagnaðist félagið um 1.803 milljónir og samsett hlutfall var 104,5%.