Áætlað er að tryggingagjald á fyrirtæki verði lækkað um 0,34 prósentustig á kjörtímabilinu. Það mun lækka um 0,1% um næstu áramót, 0,1% um þarnæstu áramót og svo um 0,14% í byrjun árs 2016.

Tryggingagjald er sérstakt gjald sem launagreiðendum ber að greiða af heildarlaunum launamanna sinna á tekjuári og eftir atvikum af eigin reiknuðu endurgjaldi.

Tryggingagjald var hækkað umtalsvert eftir bankahrun þegar atvinnuleysið jókst. Þá var gert ráð fyrir að hækkun tryggingagjaldsins yrði tímabundin.

Aðilar vinnumarkaðarins hafa mótmælt hækkun tryggingagjaldsins harðlega, enda hækki það launakostnað og sé því líklegt til að auka enn frekar á atvinnuleysi.