Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forystu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hefur lagt fram fjármálaáætlun til næstu fimm ára.

Í áætluninni sem gildir til ársins 2023 er gert ráð fyrir að tryggingagjald á laun lækki strax á næsta ári um 0,25 prósentustig. Gert er ráð fyrir að gjaldið lækki í 6,85% í 6,6% en frekari lækkun er sögð ráðast af samráði við aðila vinnumarkaðarins um útfærslu réttinda sem eru fjármögnuðu með gjaldinu og aðra aðkomu ríkissjóðs.

Virðisaukaskattur á bækur verður einnig afnumin í byrjun næsa árs en ári síðar er stefnt að því höfundarréttargrieðslur verði skattlagðar sem eign en ekki tekjur. Jafnframt er talað um að neðra þrep tekjuskattsins muni lækka um 1 prósentustig í áföngum á áætlunartímanum.

Loks er stefnt að því að lækka sérstakan bankaskatt úr 0,376% í 0,145% á þessu fimm ára áætlunartímabili þó ekki sé lagt upp með hvenær lækkunin taki gildi. Á sama tíma er stefnt að hækkun skattaívilnunar vegna þróunarkostnaðar fyrirtækja og stefnt að afnámi þaksins á tímabilinu.

Jafnframt verður skattstofn fjármagnstekjuskatts endurskoðaður í þá átt að hann muni skattleggja raunávöxtun á árinu 2020. Einnig  en nánar má lesa um tillögur ríkisstjórnarinnar um fjármálaáætlun á vef Stjórnarráðsins .