Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins bendir á að tryggingagjaldið sem fyrirtæki þurfi að borga samsvari kostnaði við fimmtánda hvern starfsmann að því er fram kemur í Fréttablaðinu .

„Tryggingagjaldið er vondur skattur sem leggst á öll laun og dregur úr nýsköpun í atvinnulífinu,“ segir Halldór Benjamín sem segir samtökin hafa stutt hækkun gjaldsins á sínum tíma enda myndi atvinnulífið njóta góðs af lækkun sem kæmi þegar vel áraði, en hún hafi ekki gengið eftir þrátt fyrir loforð eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um .

„Það bitnar sérstaklega á litlum fyrirtækjum þar sem launagjöld eru yfirgnæfandi hluti rekstrargjalda, en lítil fyrirtæki eru meginuppspretta nýrra starfa í efnahagslífinu.“ Halldór Benjamín segir að þegar atvinnuleysi hafi tekið að minnka og atvinnutryggingagjaldið lækkað hafi stjórnvöld séð færi á því að hækka almenna tryggingagjaldið.

„Almenna tryggingagjaldið hækkaði um 1,5 prósent á árunum 2011 til 2014 og varð 6,04 prósent, en atvinnutryggingagjaldið lækkaði um 2,36 prósent og varð 1,45 prósent,“ segir Halldór. „Tryggingagjaldið í heild er nú 6,75 prósent og þar af er almenna tryggingagjaldið 5,40 prósent og atvinnutryggingagjaldið 1,35 prósent.

Það hefur því lækkað um 1,6 prósent frá því sem það var hæst en á sama tíma hefur atvinnutryggingagjald lækkað um 2,46 pró- sent. Atvinnulífið telur sig því eiga inni tæplega 1 prósents lækkun tryggingagjalds í heild,“