Aldrei hafa verið betri skil framtala en nú, en alls voru 81,8% framtala, eða 34.799 þeirra skilað innan framtalsfrests. Í fyrra voru skilin innan 73,1%. Milli áranna 2015 og 2016 skilaði álagningin um 8,0% meira, eða tæpum 14 milljörðum krónum meira, í ríkissjóð. Fór heildarupphæðin úr ríflega 172 milljörðum í rétt rúmlega 186 milljarða.

Þar af skilaði tryggingagjaldið mestu eða 87,5 milljörðum, þar næst kom tekjuskattur sem skilaði um 80,5 milljörðum, en síðan munar tífallt í næsta tekjustofn sem er bankaskatturinn en hann skilaði 8,7 milljörðum. Honum til viðbótar skilar Fjársýsluskattur tæpum 3 milljörðum og Sérstakur fjársýsluskattur 3,6 milljörðum, en allir þrír skattarnir leggjast á fjármálafyrirtæki.

Fjármagnstekjuskatturinn sjálfur skilaði síðan tæplega 1,9 milljarði, Útvarpsgjaldið 660 milljónum og síðan voru aðrir skattstofnar minni.