Afkoma Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) hefur sveiflast mikið undanfarin tvö ár. Hagnaður síðasta árs var um 4, 4 milljarðar króna en afkoma fyrstu sex mánuði ársins er öllu verri, eða um 3,4 milljarða tap. Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, hefur stýrt félaginu í tæpt ár. Hann segir þennan mikla viðsnúning milli ára fyrst og fremst skýrast af fjárfestingarstarfsemi félagsins en mikið tap hefur verið á henni í ár.

„Við fórum reyndar í mjög umfangsmiklar aðgerðir síðustu áramót með það markmið að minnka markaðsáhættu félagsins. Þá seldum við mikið af hlutabréfum okkar og greiddum niður öll erlend lán félagsins. Það hefur reynst okkur mjög happadrjúgt. Staða félagsins hefði verið miklu verri ef við hefðum ekki brugðist við á þennan hátt.“

Að sama skapi hefur vátryggingastarfsemi félagsins ekki gengið vel. Uppgjör ársins í fyrra sýndi tap af vátryggingastarfsemi upp á tæplega 6 milljónir. Á sama tíma sýndi uppgjör VÍS og Sjóvár, helstu keppinauta TM hér á landi, hagnað af sömu starfsemi upp á vel yfir milljarð króna. Sigurður segir langstærstu skýringuna vera þá að félagið sé með stóra markaðshlutdeild í sjávarútvegi og þar með í slysatryggingum sjómanna. Þær tryggingar voru reknar með gríðarlegu tapi í fyrra að sögn Sigurðar. Hluti skýringanna má líka rekja til afkomu dótturfélags TM í Noregi, Nemi, en félaginu hefur gengið illa í ár, að sögn Sigurðar.

______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .