Tryggingamiðstöðin tapaði 3,3 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi. Tryggingafélagið er í eigu FL Group [ FL ] sem tapaði 47,8 milljónum króna tímabilinu.

Rekstrartap af tryggingastarfsemi fyrir fjármagnsliði og skatta nam 318 milljónum króna. Eigin tjón voru mikil á ársfjórðungnum vegna óhagstæðra utanaðkomandi aðstæðna. Slæmt veður undanfarinna mánaða olli aukningu á smærri tjónum, sérstaklega vegna bíla- og eignatrygginga. Rekstrartap af fjárfestingastarfsemi nam 3,1 milljarði króna sem skýrist helst af erfiðum hlutabréfamörkuðum, segir í fréttatilkynningu.