Skuldatryggingarálag ríkissjóðs hefur hækkað umtalsvert eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, tilkynnti þá ákvörðun sína að vísa Icesave-samningnum til þjóðarinnar. Samkvæmt frétt Vísis er álagið nú 261 punktur en lægst fór það í 224 punkta eins og fram kom á vb.is sl. þriðjudag.

Þar kom fram að tryggingarálagið væri farið að nálgast meðaltal Evrópuríkja og komið niður fyrir álag Spánar sem var orðið 252 punktar. Með hækkuninni í gær er tryggingarálag ríkissjóðs nú á ný orðið hærra en Spánar, sem er 254 punktar.