Skuldatryggingarálag ríkissjóðs var 253 punktar í gær og hafði það því lækkað lítillega frá mánudegi þegar það rauk upp í 261 punkta, eins og fram kom á vb.is.

Vísir hefur eftir Eggerti Þór Aðalsteinssyni hjá IFS Greiningu að ekki sé hægt að rekja hækkun álagsins í vikunni til ákvörðunar forseta að vísa Icesave til þjóðaratkvæðagreiðslu. Allt eins geti hún átt rætur sínar í óvissu á mörkuðum.

Þá segir Ásdís Kristjánsdóttir, hjá greiningu Arion, að viðbrögðin við ákvörðun forsetans hafi verið minni en búast mátti við. Markaðurinn gæti verið reynslunni ríkari frá því í fyrra.