Ársfundur Seðlabanka Íslands 2011
Ársfundur Seðlabanka Íslands 2011
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Skuldatryggingarálagið á fimm ára skuldabréf ríkissjóðs hefur sveiflast rækilega undanfarna daga. Í lok síðustu viku skaust það upp í 321 punkt ofan á millibankavexti, sem er hæsta álag ársins til þessa, en tók svo að lækka og var 314 punktar í lok vikunnar. Á mánudag lækkaði það enn frekar, niður í 308 punkta, en hækkaði svo aftur í 319 punkta í fyrradag. Í gær lækkaði álagið svo á nýjan leik og er það nú orðið 301 punktur. Mikil óvissa ríkir í efnahagsmálum heimsins og endurspeglast það í þróun skuldatryggingarálagsins.