Skuldatryggingarálagið á fimm ára skuldabréf ríkissjóðs er tekið að lækka á ný eftir að hafa skotist upp í 321 punkt síðastliðinn fimmtudag. Á föstudag var álagið skráð 314 punktar og í morgun var það skráð 305 punktar samkvæmt upplýsingum á keldan.is.

Erfitt er að fullyrða um hvað veldur slíkum kippum en mikil óvissa ríkir sem kunnugt er á fjármálamörkuðum heims og því ekki að undra að það endurspeglist í viðskiptum með skuldatryggingar.