*

laugardagur, 19. september 2020
Innlent 24. ágúst 2018 12:52

Tryggingafélögin lækka í Kauphöllinni

Tryggingafélögin þrjú TM, VÍS og Sjóvá hafa lækkað umtalsvert í Kauphöllinni í dag.

Ritstjórn
Tryggingarfélögin TM, VÍS og Sjóvá.
vb.is

Tryggingafélögin þrjú TM, VÍS og Sjóvá hafa lækkað umtalsvert í Kauphöllinni í dag. 

TM lækkaði um 3,8% í 38 milljóna króna viðskiptum, VÍS hefur lækkað um 2,5% í 70 milljóna króna viðskiptum og Sjóvá lækkaði um 2,3% í 44 milljóna króna viðskiptum. 

Þá hefur Skeljungur hækkað mest það sem af er degi eða um 1,38% í 135 milljóna króna viðskiptum. 

Flugfélagið Icelandair hefur lækkað um 1,74% í 113 milljóna króna viðskiptum. Þá hefur leigufélagið Heimavellir lækkað um 2,54% í 81 milljón króna viðskiptum. 

Stikkorð: Sjóvá TM VÍS