*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 7. september 2012 11:24

Tryggingasjóður sparisjóða bjargar Sparisjóði Svarfdæla

Samkeppniseftirlitið átti frumkvæðið að því að leitað yrði til Tryggingasjóðsins frekar en Landsbankans.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Tryggingasjóður sparisjóðanna hefur fallist á að leggja Sparisjóði Svarfdæla á Dalvík til nýtt stofnfé auk víkjandi lán til að koma eiginfjárhlutfalli sparisjóðsins upp í 16%. Í framhaldi af því hefur verið fallið frá kaupum Landsbankans á sparisjóðnum.

Bankasýslan eignaðist 90% hlut í Sparisjóði Svarfdæla eftir fjárhagslega endurskipulagningu rétt fyrir jólin 2010. Sparisjóðurinn var hins vegar aðeins með 10,5% eiginfjárhlutfall og var hann rekinn frá í maí í fyrra á undanþágu frá Fjármálaeftirlitinu sem alla jafna krefst 16% eiginfjárhlutfalls.

Bankasýslan auglýsti hlutinn í sparisjóðnum til sölu í september í fyrra og var Landsbankinn sá eini sem skilaði inn bindandi tilboði. Viðræður um kaupin skiluðu hins vegar engu og var þeim hætt í desember síðastliðnum. Í kjölfarið gerði Landsbankinn sparisjóðnum tilboð um kaup á öllum eignum og rekstri sjóðsins ásamt yfirtöku á innstæðuskuldbindingum upp á 3,2 milljarða króna.

Fram kemur í tilkynningu frá Sparisjóði Svarfdæla að Samkeppniseftirlitið hafi átt frumkvæðið að því í lok sumars að stjórn sparisjóðsins leitaði til Tryggingasjóðsins. Í kjölfarið var fallið frá kaupum Landsbankans á honum.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is