*

þriðjudagur, 18. janúar 2022
Erlent 13. janúar 2022 15:25

Tryggja sér 176 milljarða fjármögnun

Greiðslumiðlunarfyrirtækið Checkout.com er verðmætasta tæknifyrirtæki Bretlands, en virði félagsins hefur fjórfaldast frá 2020.

Ritstjórn
Aukin netverslun í kjölfar faraldursins hefur vakið áhuga fjárfesta á greiðslumiðlunarfyrirtækjum.
Aðsend mynd

Greiðslumiðlunarfyrirtækið Checkout.com hefur tryggt sér milljarð dala fjármögnun eða 176 milljarða króna. Við fjármögnunina er félagið orðið 40 milljarða dala virði sem samsvarar rúmlega 5000 milljörðum króna og er félagið orðið að verðmætasta tæknifyrirtæki Bretlands í einkaeigu.

Meðal félaga sem fjárfesta í Checkout eru þjóðarsjóður Singapúr, GIC, og bandaríska fjárfestingafélagið Tiger Global, að því er kemur fram í frétt Financial Times. Virði Checkout.com hefur fjórfaldast frá 2020 þegar félagið var metið á 5,5 milljarða dali.

Fjárfestar hafa í auknum mæli horft til greiðslumiðlunarfyrirtækja að undanförnu, en vegna kórónuveirufaraldursins hafa neytendur þurft að versla meira á netinu. Greiðslumiðlunarfyrirtækin Stripe og Klarna tryggðu sér bæði mörg hundruð milljóna dala fjármögnun í fyrra.

Stikkorð: checkout.com