Arctic Green Energy hefur tryggt sér 200 milljóna dollara fjármögnun, andvirði ríflega 25 milljarða króna, frá alþjóðlegum fjárfestum. Haukur Harðarson, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, segir að fjárfestingin marki upphafið á spennandi samstarfi. Frá þessu er greint í tilkynningu.

Arctic Green Energy sérhæfir sig í endurnýjanlegri orku og á fjármagnið að nýtast fyrir fjárfestingar Sinopec Green Energy (SGE) sem er í eigu Arctic Green og Sinopec.

SGE er talið leiðandi í Kína á sviði jarðvarmaorku. Haukur segir að félagið hyggist halda áfram að stækka við sig í Kína sem sé í samræmi við loftlagsmarkmið kínverskra yfirvalda.