Svissneska rannsóknar- og ráðgjafafyrirtækið Swiss RE gefur árlega út skýrslu um tryggingar á heimsvísu, þar sem nýjustu fáanlegu gögn um tryggingar eru skoðuð. Ísland er ekki hluti af rannsókninni og ekki heldur mörg Afríkuríki né sum ríki í Asíu og Suður-Ameríku.

Vöxturinn í iðgjöldum minnkaði milli ára því hann var 2,5% árið 2012. Líftryggingariðgjöld í fyrra voru 2.608 milljarðar Bandaríkjadala, eða tæplega 313 þúsund milljarðar íslenskra króna. Vöxtur iðgjaldanna minnkaði talsvert milli ára, var 0,7% í fyrra en 2,3% árið 2012. Mikill vöxtur varð í iðgjöldum í Vestur-Evrópu og í Eyjaálfu en samdráttur varð í Norður-Ameríku og Asíu. Í Bandaríkjunum drógust iðgjöld saman um 7,7% milli ára.

Nánar er fjallað um málið í sérblaði Viðskiptablaðsins um lífeyri og tryggingar sem kom út á fimmtudag. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .