Tryggvi Björn Davíðsson
Tryggvi Björn Davíðsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Tryggvi Björn Davíðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Markaða hjá Íslandsbanka. Tryggvi Björn hefur undanfarin sjö ár starfað hjá Barclays Capital í London. Undanfarin tvö ár hefur hann í samstarfi við tvo aðra starfsmenn Barclays byggt upp deild innan bankans sem annast skuldabréfafjárfestingar. Sú vinna hefur m.a. falist í frumgreiningu fjárfestingatækifæra.

Tryggvi starfaði um tíma sem viðskiptafulltrúi í sendiráði Íslands í París en hann er með MBA gráðu frá INSEAD í Frakklandi og MS gráðu í fjármálum frá Université Toulouse. Áður en Tryggvi flutti af landi brott starfaði hann hjá Íslandsbanka- FBA sem greinandi í erlendum skuldabréfafjárfestingum og sambankalánum.