„Ég er enn bara að vinna að lokaafgreiðslu málsins þannig að niðurstaðan liggur ekki enn fyrir,“ segir Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, í samtali við Viðskiptablaðið.

Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að fréttastofa hefði heimildir fyrir því að umboðsmaður Alþingis telji Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, hafa brotið gegn reglum um hæfi með samskiptum sínum við lögreglustjóra við rannsókn lekamálsins.

Tryggvi segir jafnframt að áætlað hafi verið að birta niðurstöðu í næstu viku og vinna við málið miðist við það.