Í nýbirtum ársreikningi Askar Capital 2009, sem lagður var fram í gær, kemur fram að greiðslur til Tryggva Þórs herbertssonar, Alþingismanns, hafi verið um 5,6 milljónir á árinu 2009.

Viðskiptablaðið greindi frá í morgun.

Í samtali við Viðskiptablaðið sagði Tryggvi Þór að þessi fjárhæð, sem flokkast sem laun og hlunnindi í ársreikningi Aska, hafi komið til vegna greiðslu sem Tryggvi átti inni hjá Askar Capital og var greidd út á sex mánaða tímabili.

Tvær af greiðslunum komu í janúar og febrúar 2009. Ekki hafi verið um mánaðarlaun að ræða.